Þegar barn byrjar í leikskóla er það að læra hluti sem eru ekki endilega sýnilegir og reglur sem er óskrifaðar. Við bjóðum góðan dag þegar við mætum á morgnana og kveðjum þegar við förum að degi loknum. Við erum kurteis við hvort annað og sýnum öllum virðingu.

Barn sem byrjar 1 árs í leikskóla byrjar á því að læra að vera leikskólabarn. Það tengist nýjum fullorðnum einstaklingum og börnum á sama reki. . Það þarf að læra að vera í hóp, sitja kyrr í sætinu sínu, fylgja reglum kennara og hlusta. Við notum beisli við matarborðið á fyrsta ári barnins í leikskólanum, það fer í hvíld þar sem það sefur ýmist í vagni á pallinum eða inn í herbergi á dýnu með mörgum öðrum krökkum.

Á öðru ári þess á það að kunna að sitja kyrrt við matarborðið án þess að nota beisli. Það fær glas en ekki stútkönnu til að drekka úr og fer að smakka allt sem er í matinn. Það kann að sitja kyrrt í samverustund og taka þátt í henni. Barnið byrjar að taka þátt í hópastarfi og að læra að taka við fyrirmælum í hóp. Þá byrjar barnið að æfa sig að nota klósett og að klæða sig í og úr fötum. Þau læra að skiptast á með dótið og þurfa að læra að það eigi ekki að rífa af eða öskra til að fá hlutina.

Á þriðja ári byrjar barnið að fara í val auk hópastarfsins. Í vali þarf það að læra að bíða eftir að röðin komi að sér, velja svæði og leikefni eftir því sem það langar til að leika með og tengja fjölda við tölu eftir því hvað margir mega vera á hverju leiksvæði fyrir sig. Barnið þarf að læra að vera á sínu svæði og leika bara á því svæði í ákveðinn tíma. Og alltaf bætist við kröfur og þekking eykst með auknum aldri.

Á fjórða og fimmta ári læra þau að klæða sig í og úr útifötum sjálf. Þau eru að læra að skrifa stafi og orð. Læra að skrifa nafnið sitt og klippa með skærum. Þau læra að þau eiga að segja fyrirgefðu þegar þau meiða einhvern.

Á síðasta ári leikskólans fara þau að æfa sig í að klæða sig eftir veðri og fara sjálf á klósettið. Þau fara í tjaldastarf sem er undirbúningsstarf fyrir grunnskólagönguna. Þá fá þau fyrirmæli til að fara eftir í verkefnavinnu.

Ef barn er ekki að höndla aðstæður þá tökum við það úr aðstæðunum og eftir atvikum er farið með það á annað svæði þar sem truflar ekki hin börnin. Þar fær barnið tækifæri til að róa sig sjálft, með kennara eða fer á mottuna, allt eftir því hvað gerðist. Á mottuna fara þau börn sem hafa brotið af sér ítrekað og alvarlega. Við þurfum að koma í veg fyrir ákveðna hegðun hjá barninu og þegar þessi hegðun kemur fram er barnið tekið og sett á mottuna. Í fyrsta skipti sem það gerist er það útskýrt fyrir barninu af hverju það er verið að setja það á mottuna. Að barnið eigi að sitja á mottunni í ákveðnar mínútur (3 mínútur fyrir 3 ára barn, 4 mínútur fyrir 4 ára barn o.s.frv.) Tími er stettu sem er sýnilegur fyrir barnið og þegar tíminn er liðinn fer barnið og segir fyrirgefðu við viðkomandi og fer svo aftur að leika sér. Við næsta brot er barnið tekið úr aðstæðum og sett á mottuna án nokkurrar útskýringar og tími settur á. Þegar tíminn er liðinn er talað við barnið og það látið segja fyrirgefðu áður en það fer að leika sér aftur.


Veikindi/Innivera

Hafi barn verið veikt er heimilt að óska eftir því að barnið fari ekki út. Þá er miðað við 2 daga eftir veikindi enda hafi barnið verið hitalaust a.m.k. 1 dag heima áður.

Að öðru leyti er reiknað með að barnið geti tekið þátt í öllu starfi leikskólans, úti sem inni, þegar það mætir.

Lyfjagjöf er ekki leyfð í leikskólanum nema í undantekningartilfellum

© 2016 - 2021 Karellen