news

Baráttudagur gegn einelti

08. 11. 2019

Baráttudagur gegn einelti er í dag 8. Nóvember. Af því tilefni tóku leikskólinn og Djúpavogsskóli sig saman og hittust á Bjargstúninu í morgun og mynduðu vinahring. Allir höfðu með sér kertaljós sem logaði á meðan sungið var lag um vináttuna.Þá gengu allir saman út í leikskóla þar sem beið þeirra heitt kakó og kanilsnúðar sem krakkarnir í grunnskólanum höfðu bakað í heimilisfræði.

Notaleg stund til að vekja athygli á alvarleika eineltis og minna á vináttuna og hversu mikilvæg hún er okkur öllum.

ÞS

© 2016 - 2021 Karellen