news

Berjamó

04. 09. 2020

Börnin á Kríudeild nýttu einn blíðviðrismorgun í vikunni til þess að fara í berjamó. Við höfðum með okkur nokkrar skyrdollur sem börnin hjálpuðust að við að tína berin ofan í. Þeim fannst rosalega gaman að tína ber og hlaupa um svæðið. Samvinna barnanna var mismikil en einn hópurinn bar af þar sem þrír tíndu ofan í dolluna á meðan einn passaði dolluna og borðaði upp úr henni. En flest voru dugleg að hjálpast að við að tína berin ofan í dollurnar.

Við ætlum svo að nýta berin í listaverk sem þau gera á næstu dögum.

Skemmtilegt svæði þar sem bæði fundust bláber og krækiber.

ÞS

© 2016 - 2020 Karellen