news

Bleikur dagur í Bjarkatúni

16. 10. 2020

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. (https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/)

Þetta gerðum við í Bjarkatúni og mátti sjá bleika sokka, bleikar peysur, buxur og bleikan alklæðnað hjá börnum og starfsfólki. Búið var að skreyta leikskólann bleikann og toppurinn var svo að fá bleika mjólk með morgunmatnum.

Fyrir hádegismat var svo bleik útiball á pallinum enda yndislegt veður þó komið sé fram í miðjan október.

© 2016 - 2021 Karellen