news

Búningadagur

31. 10. 2019

Alls konar furðuverur mættu í leikskólann í morgun, nornir, vampírur og draugar létu sig ekki vanta.Við höfðum búningaball og síðan var horft á myndina um Smáfót . Seinni partinn fóru svo allir út að leika og var hressingin úti þar sem allir fengu heitt kakó og grillaðar samlokur. Veðrið hefur leikið við okkur þessa tvo daga með stillu, sól og nokkra gráðu hita. Mikla lukku vakti draugur sem kom svífandi yfir leikskólanum öllum að óvörum. Þá höfum við verið með sápukúlur bæði úti og inni sem krökkunum finnst rosalega skemmtilegt.

Heitt kakó og grilluð samloka

ÞS


© 2016 - 2020 Karellen