news

Dagur náttúrunnar

29. 09. 2020

Dagur náttúrunnar er haldinn þann 16. September ár hvert og höfum við í leikskólanum nýtt þennan dag til þess að hreinsa til í kringum okkur. Í ár fóru börnin á Kríudeild (3-5 ára) í gönguferð út hjá Grunnskóla, upp á Bóndavörðu og gengu svo hringinn í kringum leikskólalóðina. Á leið sinni söfnuðu þau rusli í stóran fjölnota poka sem var meðferðis. Ýmislegt fannst sem ætti frekar heima í flokkunartunnunni eins og plast og pappi. Þá rákumst við á berjalyng sem var kærkomið hjá sumum því þá gátu þeir sem vildu gætt sér á krækiberjum.


ÞS

© 2016 - 2021 Karellen