news

Desember í Bjarkatúni

19. 12. 2019

Jólastemmingin var fönguð í Bjarkatúni með piparkökubakstri, kaffiboði og jólaballi í desember. Allir bökuðu sínar piparkökur og skreyttu þær mjög vel. Piparkökukaffi er árlegur viðburður þar sem nemendurnir bjóða upp á piparkökurnar sem þeir bökuðu ásamt kaffi.


Elstu nemendurnir sáu um að skreyta jólatréð okkar og síðan var haldið jólaball þar sem jólasveinninn kom í heimsókn og tók nokkra hringi með krökkunum áður en hann færði öllum jólapakka.

Jólasveinninn kveður og heldur til móts við ný börn í öðrum leikskólum landsins.

ÞS

© 2016 - 2021 Karellen