news

Fögnum vetri

25. 10. 2019

Á morgun er fyrsti vetrardagurinn og héldum við í leikskólanum upp á hann í dag með því að bjóða nemendum í 4. bekk Djúpavogsskóla til okkar. Við buðum þeim upp á skúffuköku og mjólk og síðan var dansað undir diskóljósum.

Auk þess er alþjóðlegi bangsadagurinn 27. október en þann dag fæddist Theodore Roosvelt Bandaríkjaforseti kallaður Teddy. Það er á sunnudaginn svo allir tóku með sér bangsa í leikskólann í dag.

ÞS

© 2016 - 2020 Karellen