Leikskólinn Bjarkatún er rekin af Djúpavogshrepp.
Fræðslu og tómstundanefnd sér um málefni leikskólans;
• Að vera sveitarstjórn til ráðgjafar í fræðslumálum
• Að gera tillögur til sveitarstjórnar um markmið í fræðslustarfi á vegum sveitarfélagsins
• Að vera umsagnaraðili til sveitarstjórnar um ráðningar forstöðumanna
• Að sinna lögbundnum verkefnum Fræðslunefnda eins og þau eru skilgreind í lögum
• Að hafa eftirlit með því að ákvæði laga á verksviði nefndarinnar séu haldin
• Að gera tillögur til sveitarstjórnar um gjaldtöku vegna gjaldskyldrar starfsemi sem
heyrir undir nefndina
• Að gera tillögur um úrbætur í fræðslustarfi og aðbúnaði til skólahalds
• Að vera sveitarstjórn til ráðgjafar vegna dreifnáms í sveitarfélaginu
• Undir starfsvið nefndarinnar falla einnig félagsmiðstöðvar
• Nefndin kalli eftir á hverju hausti skipulagi frá starfsmanni félagsmiðstöðvarinnar
• Að fara með jafnréttismál
• Stefnumótun í fræðslu og tómstundarmálum fyrir alla aldurshópa
• Er ráðgefandi er varðar fyrirkomulag um skólaakstur grunn og og leikskólabarna
• Að vinna að þeim verkefnum öðrum, sem sveitarstjórn kann að fela nefndinni
Aðalmenn:
Kristján Ingimarsson, formaður -
Eiður Ragnarsson, varaformaður
Elísabet Guðmundsdóttir
Þuríður Harðardóttir
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir
Til vara:
Kristborg Ásta Hreinsdóttir
Íris Birgisdóttir
Óliver Ás Kristjánsson
Anna Czecko